5.3.2010 | 22:25
Verður morgundagurinn dögun hins nýja Íslands?
Þrátt fyrir slæma veðurspá morgundagsinns er ég með sól í mínu hjarta. Það verða tímamót á morgun sauðsvartur almúginn fær að kjósa um ólög sem troðið var í gegnum þingið en forsetinn kom okkur til bjargar. Þetta gefur okkur almenningi von um, að nýir siðir verði uppteknir og heiðarleiki og siðferði verði aftur ráðandi í okkar þjóðfélagi. Næst getum við kannski kosið um kvótakerfið eða eitthvað það mál sem skiftir okkur Íslendinga miklu máli. Völd stjórnmálastéttarinnar, elítunnar í landinu er kannski eitthvað sem heyrir sögunni til svo lengi má lifa, að vonar gæti. Ég hvet alla góða landa mína að ganga í kjörklefana á morgun og segja nei, nei við ofríki stjórnmálaelítunar, nei við undirlægjuhátt við gömul Evrópsk nýlenduveldi, nei við aumingjaskap. Lengi lifi Ísland.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
aum er margrét
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 863
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.