3.2.2007 | 20:10
Reynt að sundra kaffibandalaginu?
Greinilegt er að hver stjórnarsinninn á fætur öðrum reynir að sundra kaffibandalaginu. Þar eru VG og Samfylkingarforingjar spurðir ítrekað, hvort þeir ætli að starfa með meintum rasistum(frjálslyndum). Þetta er náttúrulega rakalaus þvættingur en allt er reynt og nú er mikið í húfi. Núna kemur í ljós hve sterk beinin eru í VG og Samfylkingu, ætla þeir virkilega að láta þessa gæja reka sig á flótta. Hvað blasir þá við, annar stjórnarflokkurinn verður þá pottþétt í stjórn landsins. Þetta er hinn blákaldi raunveruleiki tilgangurinn helgar meðalið. Ég hvet VG- og Samfylkingarfólk að standast þessa árás annars náum við engum árangri í vor. Ég hvet stuðningsfólk VG og Samfylkingar að kynns sér stefnuskrá frjálslyndra í innflytjendamálum sjálf, ekki láta framsóknarmenn túlka það fyrir sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
aum er margrét
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.