18.2.2007 | 13:45
Klámráðstefna?
Það kemur mér ekki lengur á óvart hvernig Ísland verður æ oftar vettvangur eiturlyfja, kláms, ofbeldis og annarra siðferðilegra hnignunareinkenna svo sem hnignun fjölskyldunar. Mér finnst stundum fólk sjáist ekki fyrir, ræðst sífellt á þjóðkirkjuna sem er okkar hellsta sameiningartákn. Við verðum líka að halda í gildin ekki sífellt rífa allt niður með rótum. Rótlaus þjóð er þjóð í vanda og þjóð sem sífellt eltist við gullkálfinn meðan allt annað sem skiftir máli er látið sitja á hakanum. Við þurfum að auka aga án refsigleði bæta efnahag þeirra sem minna hafa og gera menntakerfi okkar þannig úr garði að sem flestir sem vilja nái að menntast. En first og fremst viljum við að börnin fái möguleika á að kynnast foreldrum sínum, þannig að þau fái að alast upp umvafin ástvinum sínum, sem seinna gerir möguleika þeirra til að verða nýtir þjóðflélagsþegnar mun meiri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
aum er margrét
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.