Kjósum ekki lýðskrumara!

Mjög mikið hefur borið á lýðskrumi í sambandi við innflytjendamálin. Sérstaklega hafa sjálfstæðismenn beitt sér af alefli. Enda hafa þeirra umbjóðendur mestan hag af því, að hafa ávallt reiðubúið láglaunavinnuafl til taks. Hörmulegt er af því að vita, að mikið af þessu fólki hýrist í húsnæði sem varla er hundum bjóðandi. Er því troðið í atvinnuhúsnæði við illan kost, sem er kolólöglegt og síðan látið borga okurleigu. Að þessu beina allir flokkar blinda auganu nema frjálslyndir, sem þora að taka á málum. Ég bið fólk að velta þessu vel fyrir sér án allra öfga og upphrópanna. Þá mun það komast að því að frjálslyndir höfðu rétt fyrir sér í þessum málum. Ég fordæmi málflutning hinna flokkanna í þessum málum einnig málflutning sumra þekktra fjölmiðlamanna, sem hafa valdið mér miklum vonbrigðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég tek hér undir hvert orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 21:28

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég tek heilshugar undir þetta.KV

Ólafur Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 13:34

3 Smámynd: Gísli Hjálmar Ólafsson

Það er auðvelt að hagnast á erlendu vinnuafli á Íslandi um þessar mundir. Á vinnuframlagi þeirra á daginn og líka á nóttinni meðan það sefur. Þetta er alt í lagi á meðan að þessi framkoma kemst ekki upp. Stjórnvöld halda því fram að um gott fólk sé að ræða, en framkoman er ekki samkvæmt því og er til skammar. Gísli Hjálmar Ólafsson

Gísli Hjálmar Ólafsson, 23.4.2007 kl. 21:49

4 identicon

Sammála þér að kjósa ekki lýðskrumara. Þess vegna ætti engin að kjósa frjálslyndaflokkinn.

Eggert Karlsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

aum er margrét

Höfundur

ragnar bergsson
ragnar bergsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • simmi
  • simmi
  • dóri
  • ...gunnl
  • sigmundur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband