6.5.2007 | 22:14
Kvótakerfið og kompás.
Nú kemur fram í kompás að þúsundum tonna af bolfiski er kastað í sjóinn. Þetta eru engar fréttir fyrir mig, fyrir leiguliða getur þú illa aktað í þessu kerfi. Hundruðir manna eru hraktir í lögbrot út af þessu viðbjóðslega kerfi sem ráðið hefur lögum og lofum síðan 1984. Það liggur við að það ætti að draga þá menn fyrir dómstóla sem bera ábyrgð á þessum óskapnaði. Heilu byggðarlögin eru í sárum og útgerðarfurstarnir maka krókinn en hinir réttu eigendur auðlindarinnar fá ekkert fyrir afnotin á eign sinni. Nú er tækifærið í kosningunum á laugardaginn að refsa þeim flokkum, sem hafa stutt þetta kerfi. Þessir flokkar vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar og eiga ekki skilið að fá meirihluta til alþingis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
aum er margrét
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þar mælir þú manna heilastur Ragnar minn. Þetta kerfi er komið að fótum fram, og á sér enga framtíð, og illa fortíð. 'Eg skynja á sjómönnum að þeir eru ævarreiðir og þung undiralda, sem tæplega verður stöðvuð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2007 kl. 22:20
Það var ekki út í bláinn að afnema 10% álagið karlinn minn. Sáuð þið busalega busann úr ráðuneytinu? Ég sá honum bregða fyrir áður en ég sprakk af hlátri og missti af mér gleraugun.
Þetta fiskveiðstjórnkerfi okkar er slík löðrandi spilling í öllum greinum að mann setur hljóðan þegar varðhundarnir taka til máls. Þá á forherðingin sér engin takmörk. Hneykslunar/sauðar/sakleysisvipurinn er svo utanbókarlærður og æfður að þeir sem ekki þekkja til fara að trúa því að þarna sé á ferðinni lygaáróður frá andskotans kommunum sem alla góða menn og heiðarlega öfunda og hata.
Spá mín er því miður sú að á laugardag falli ennþá afar stór hópur á léttu prófi inni í kjörklefanum. Og þó hefur það létta próf aldrei verið léttara en einmitt nú.
Árni Gunnarsson, 6.5.2007 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.