8.2.2008 | 23:10
Hvers vegna eru fiskimið okkar í þessu ástandi???
Alveg er með ólíkindum að liðið í hafró skulu sofa þyrnirósarsvefni meðan auðlindinnni "okkar" blæðir út. Það skyldi þó ekki vera að hinir fáránlegu stóru loðnukvótar fyrri ára hafi átt einhvern þátt í afraksturs rýrnun fiskimiðanna. Hvernig getur mönnum dottið í hug að með því að taka fæðuna frá þorskinum komi hann til með að þrífast á eðlilegan hátt. Gæti það verið að hvarf rækjunnar sé vegna hungurs þorsks sem liggur í henni þegar ekkert annað er að hafa. Gæti verið að hin stórvirku veiðarfæri kvótamafíunnar séu hluti af skýringunni, eða gegndarlaus nauðgun á hafsbotninum þar sem engu er eirt og allt sléttað. Þar fara mikilvægar uppeldisstöðvar forgörðum og skjól fyrir ungviðið. Vegna lítils fæðuframboðs leitar fiskur á grunnslóð og etur allt sem fyrir er þarna kemur skýring á góðum aflabrögðum línubáta. Núna hefur útgerðarmafían keypt mikið af minni skipum til að komast nær landi að 3mílum nú á að ráðast til atlögum að því sem eftir er, þvílík snilld. Á meðan á þessu gengur tala vinstri grænir um kynlífshöft á opinbera starfsmenn og smafylkingarliðið vil breyta ráðherra nafni í ráðblabla. Hvernig er hægt að bera virðignu fyrir þessu liði, þetta er algjör veruleikafyrring.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
aum er margrét
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og talað út úr mínu hjarta. Takk fyrir þetta innlegg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2008 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.