24.5.2008 | 11:21
Lýðskrum Samfylkingar.
Það er með ólíkindum hvernig Samfylkingin hefur hagað sér í þessu stjórnarsamstarfi. Stundum hagar hún sér eins og stórnarandstöðuflokkur með eða móti hinu og þessu. Málið er að Samfylkingin ber nákvæmlega sömu ábyrgð og Sjálfstæðisflokkurinn á þessari rikisstjórn og öllum þeim málum, sem hún samþykkir. Þegar um Samfylkinguna er að ræða er skammt í lýðskrumið engin skyldi halda að ekki sé samband milli framboðs til Öryggisráðsins og komu 60 flóttamanna til Akraness. Ég geri þá kröfu að áður en settir eru peningar í þetta sé tryggt að þær fjölskyldur sem eru í neyð þegar á Íslandi fái úrbætur í sínum málum. Hitt er annað mál að þeir peningar sem ætlað er í þetta verkefni kæmu sér mun betur á heimavelli þessa vesalings fólks. Peningarnir myndu sennilega fjórfaldast þess vegna segi ég þetta er lýðskrum og sýndarmennska þar sem ráðherrann með kokteilglasið ætti að skammast sín.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
aum er margrét
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.