7.2.2008 | 19:59
Ber engin ábyrgð í REI málinu????
Við almenningur í Reykjavik krefjumst þess að menn sem áttu óeðlilega aðkomu að REI málinu skulu sætu ítrustu ábyrgð. Þetta verður ekki liðið og lýsi ég vantrausti á þá borgarfulltrúa sem komu að þessu máli einnig eiga þeir stjórnarmenn í Orkuveitunni sem komu að málinu að sæta ábyrgð.
2.2.2008 | 14:34
Kjósendur Sjálfstæðisflokks!!!!!
Ég er fyrrverandi kjósandi sjálfstæðisflokksins og skammast mín ekkert fyrir það því hann hefur haft á að skipa frábærum einstaklingum og komið fram mörgum þjóðþrifamálum. Eftir kosningarnar 1995 hef ég samvisku minna vegna ekki getað kosið þennan flokk til alþingis. Ber þá hæst kvótamálin og þjónkun flokksins við kvótagreifana einnig spilling flokksins í einkavæðingarmálum. Þetta getur venjulegt fólk ekki leitt hjá sér og haldið áfram að kjósa flokkinn að gömlum vana. Ekki er hægt að kjósa samfylkinguna henni er ekki treystandi það sem er inni í dag er ekki endilega á morgun einnig hugnast mér evrópuást hennar ekki, jaðrar við landráð. Við vitum öll hvernig vinstri græn eru og framsókn kemur ekki til greina. Þá er aðeins einn flokkur eftir það er Frjálslyndiflokkurinnn þar er heiðarleikinn og þar fer í stafni skipstjóri sem hásetarnir geta treyst. Þarna eru enn inni gömlu baráttumál sjálfstæðisflokksins einstaklingur í hásæti en gott hjarta til þeirra sem minna mega sín og evrópusvik ekki á dagskrá.
2.2.2008 | 14:07
Hvernig eiga stjórnmál að vera?
Já ég hef oft velt þessu fyrir mér er vinstri betra en hægri viljum við viðræðustjórnmál eða fljótar ákvarðanir sem oft þíðir að færri koma að málinu. Ég held að góðir stjórnmálamenn séu trúlega sambland af þessu tvennu sem sagt geta sett sig í spor þeirra sem minna minna mega sín án þess að hefta þann sem vill bjarga sér sjálfur. Ég held að við þurfum fólk með gott hjartalag hafi hugsjónir og geti sett sig í spor fólks hvort sem það hafi lent til hliðar í samfélaginu eða vegni vel. Ég verð að segja að það, að fólk sem valist hefur til ábyrgðastarfa í okkar frábæru borg þurfi að hugsa verulega sinn gang því svona framkomu vill fólk ekki.
2.2.2008 | 13:49
Einar K Guðfinnsson verri en Árni Matt????????????
Ég hef lengi velt þessu fyrir mér ég hélt að við gætum ekki fengið verri sjávarútvegsráðherra en Árna. En lengi skal vont versna. Eftir hæga hnignun sjávarútvegsins í tíð Árna tekur við hrun hjá Einari. Afleiðingar valdaspillingar sjálfstæðisflokks og framsóknar koma æ betur upp á yfirborðið. Búið er að eyða smábátaflotanum oft undirstaða smæstu byggðarlagana en nú fer eyðingarmáttur kvótakerfisins hamförum sem aldrei áður nú er það að leggja fiskvinnslu í millistórum byggðarlögum í rúst. Þarna er þrautþjálfuðu fiskvinnslufólki hent á haugana fyrir stundargróða stórútgerðarkvótagreifana þetta er gert í skjóli spillingarflokks sjálfstæðisflokksins þar sem fyrsta boðorðið eru völd og peningargróði skítt með skóflupakkið. Eitt fyrsta verk núverandi sjávarútvegsráðherra var að leggja niður álag á óvigtaðan og óunnin fisk þann 1.september síðastliðin. Þarna hefur hann verið undir þrýstingi frá stórútgerðarmafíunni. Afeiðingarnar hafa ekki látið á sér standa því útflutningur á óunnum fiski hefur stóraukist síðan. Þetta gerir ráðherran þrátt fyrir stórfellda kvótaskerðingu á árinu. Þetta er með þvílíkum ólíkindum svo er verið að gera stórmál um fúaspítur á laugaveginum. Óþolandi er að hlusta vælið í honum Steingrími Sigfússyni um hin og þessi mál þegar svona er farið með launafólk í landinu. Vinstri grænir hafa gersamlega brugðist láglaunafólkinu þetta er klíka veruleikafirrtra gervi vinstrisinna sem sjá ekkert nema afturendan á sjálum sér. Eini flokkurinn á landinu sem er trúverðugur í þessum er Frjálslyndiflokkurinn enda situr þar í brúnni strangheiðarlegur maður sem veit hvað skiptir máli í lífinu.
20.1.2008 | 14:23
Hver vill taka við Birni Inga??????
Mér finnst meiriháttar fyndið þegar Björn Ingi hótar að segja sig úr framsóknarflokknum. Ekki held ég að margir leggi trúnað á þá hótun og hvert getur hann svo farið það vill engin taka við honum. Kannski hann stofni nýjan flokk hver veit.
20.1.2008 | 13:56
Játningar Guðjóns Ólafs.
Björn Ingi og sviðin jörð maður hafði haldið að þessar líkingar ættu frekar við um fyrrverandi borgarstjórn heldur en framsóknarheimilið. En það virðist vera að maðurinn með eldspíturnar sé víðar á ferðinni. Samkvæmt Guðjóni Ólafi er metnaður hans þvílíkur að einskis er svifist og liggja margir sárir eftir. Ég votta framsóknarmönnum hluttekningu mína því hver þarf óvini ef vinir eru svona.
2.12.2007 | 14:55
Sjávarútvegsráðherra í þjóðþrifamálum?
Nýjasta nýtt frá okkar ástkæra sjávarútvegsráðherra er að setja kvóta á frístundasjóstangaveiðifólk. Það er greinilegt að enn á að róa í sömu knérum til hagsbóta kvótagreifaklíkunum.
29.5.2007 | 21:24
Hvernig á að tækla kvótamálið?
Það er staðreynd að mikill meirihltuti þóðarinnar er andvígur kvótakerfinu en er á hinn bóginn vonlítill að hægt sé að ná fram breytingum. Fólk segir oft við mig þetta þýðir ekkert þeir eru búnir að eignast þetta. Það þarf að finna ráð eða aðferðir til að koma þessu almennilega inn í umræðuna. Einnig þarf að þrýsta meir á ráðafólk í flokkunum þá fólk sem ekki er bundið í sérhagsmunagæslu fyrir útgerðarelítuna. Spurning að stofna áhugahóp sem væri samstettur af hæfileikafólki í fjölmiðlun og vant kynningarherferðum. Það verðu að vekja fólk upp og koma þessari umræðu almennilega á koppinn.
25.5.2007 | 17:11
Samfylking+sjávarútvegsmál=0
Það fór sem mig grunaði samfylkingin sveik í kvótamálinu ekki mynnst á málið í stjórnarsáttmálanum
20.5.2007 | 15:20
Aumleg frammistaða Kristjáns Þórs hjá Agli í silfrinu!!!!
Ekki var frammistaða Kristjáns Þórs í silfri Egils til að hrópa húrra yfir þegar rætt var um uppsagnir fólks á Flateyri. Helst hafði hann áhyggjur af vini sínum sem var að hætta útgerð væntanlega með tugi milljarða í töskunni. Hvernig stendur á því að fólk kjósi menn sem standi svona augljóslega að sérhagsmunagæslu þeirra ríku. Hvernig er von til þess að slíkir menn gæti hagsmuna fjöldans fram yfir hagsmuni gróðaaflana. Enn aumlegra er þó hlutskifti flokksbróður hans Einars K Gufðfinnssonar sem alltaf þykist koma ofan af fjöllum þegar ótýðindin berast þó marg sé búið að tyggja í hann staðreynidir og afleiðingar kvótakerfisins. Enn verra þykir mér þegar alþýðufólk kýs þessa menn trekk í trekk og réttlæta það að hinir séu ekkert betri, svei ykkur.
Um bloggið
aum er margrét
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar