Eiríkur Bergmann snýr við blaðinu!!

Þetta skrifar Eiríkur "

Átök, hatur og sífelldar ögranir

Í blöðunum í dag eru tvær fréttir sem varpa ljósi á sama vandamálið en frá sitt hvorri hliðinni. Annars vegar er sagt frá skopmyndamálinu í Danmörku sem komið er af stað á nýjan leik eftir að þrír múslimar í Danmörku voru handteknir, grunaðir um að hafa lagt á ráðin með að bana einum teiknaranna sem birtu myndir af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum. Hitt málið gerðist hér heima en hópur borinna og barnfæddra Íslendinga gekk illilega í skrokk á manni frá Marokkó í miðbæ Reykavíkur og stakk hann meðal annars með hnífi svo líf hans var í bráðri hættu. Semsé hrein og klár morðtilraun. Ég er ansi hræddur um að við eigum eftir sjá fleiri fréttir af þessum toga á Íslandi á næstu misserum. Þessi átök eiga bara eftir að magnast hér á landi, allavega á meðan stjórnmálamennirnir þverneita að horfast í augu við vandann og láta duga að bora höfðinu á bólakaf í sandinn. Hagfræðingar segja að atvinnuleysi muni aukast á næstu mánuðum, þá verður stutt í að upp úr sjóði. Þannig hefur það gerst í nágrannalöndunum og þróunin er því miður nákvæmlega sú sama hér, aðeins nokkrum árum á eftir."

Þetta segir Eiríkur núna hann er búinn að gleyma þegar hann réðist hatrammlega að Frjálslyndaflokknum þegar hann varaði við vandamálum sem gætu fylgt óheftum innflutningi á erlendu vinnuafli. Allt þetta hefur komið á daginn og væri Eiríkur maður meiri ef hann bæði frjálslynda afsökunar á árásum sínum. 

 


Sannfæring borgarfulltrúa.

Þegar fólk býður sig fram til ábyrgðarstarfa fyrir sína borg á maður von á því að hugur fylgi máli ekki sé um að ræða  persónulegan metnað  þar sem öllu sé fórnandi á altari metorðana. En þarna virðast borgarfulltrúar stærsta stjórnmálaflokks landsins hafa farið illilega út af sporinu. Þeir hafa gleymt því að þeir eru þjónar borgarbúa en ekki keppendur um vegtyllur og völd. Þetta er sorgleg staðreynd og hvorki  til þess að auka virðingu þeirra né flokksins.

Evrópusambandsaðild kemur ekki til greina!

Mikið getur þetta evrópusambands-tuð samfylkingar verið leiðigjarnt þetta á að bjarga öllum vanköntum á okkar efnahagskerfi. Vextir eiga að lækka matvæli og önnur nauðsynjavara og allt verður síðan í blóma þvílíkt bull. Staðreyndin er sú að atvinnuleysi er grassandi og almennur doði svifur yfir vötnum,  reglugerðarfarganið er slíkt að Austur-Þjóðverjar hefðu verið stolltir á sínum tíma. Íslendingar eru ekki tilbúnir að afhenda fiskimið þjóðarinnar í hramm evrópusambandsins. Ég treysti því að fólk hugsi út í þetta þegar það tekur þátt í skoðanakönnunum um fylgi stjórnmálaflokkana.Þetta er lýðskrum af verstu sort.

Enn opinberar samfylkingin aumingjaskap sinn!!!!

Ekki var merkileg uppákoman í hádeginu þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar mættu á fund með verkalýðsleiðtogunum. Þeir höfðu ekkert fram að færa og sumir vissu jafnvel ekki um helstu álitamál. Þetta er algert hneyksli og sýnir getuleysi ríkisstjórnarinnar til að taka á málum. Greinilegt er að hver höndin er á móti annarri þannig að stefnan er út og suður. Brýnt er að taka á málum með festu og verða menn að fara að rífa sig upp af rassgatinu.

Eigum við að hlaupa í dauðann hramm Evrópusambandsins?

Furðuleg er meinloka samfylkingarinnar um inngöngu í Evrópusambandið þetta á að leysa öll landsins vandamál. Mér finnst þetta jaðra við landráð afhenda öll okkar mál í hendur hendur Evrópukommisara sem varla geta rekið eigin mál hvað þá annarra. Fróðlegt er að bera saman hagvöxt ríkja í Evrópusambandinu og á Íslandi er þar ólíku saman að jafna okkur í hag. Samfylkingarfólk með Eirík Bergmann í fylkingarbrjósti tuðar sífellt um Evrópuást sína en þangð höfum við lítið að sækja.

Hinir frábæru fréttamenn okkar!!!

Hryggilegt er að fylgjast með fréttamönnum gapa upp hver um annan þveran  mál Vilhjálms fyrrverandi borgarstjóra eins og engin önnur mál séu vart fréttar virði. Væri ekki ráð að ræða kjarasamningamálin, vaxtamálin, kvótamálið (mesta rán íslandssögunnar) eða verðfall hlutabréfa. Það er margt sem kemur í hugann þetta sýnir fyrringa þessa fólks þar sem smærri æsingamál ryðja stóru málunum í burtu. Engin spyr hvort menn vilja ganga til góðra verka heldur hamrað á kjánalegum mistökum þegar fréttamaður ríkissjónvarps réðst til atlögu með blóðbragð í munni. Þessu liði væri nær að fjalla um stóru málin, sem eflaust eiga eftir að verða okkur skóflupakkinu þyngri en tárum taki.

Hvers vegna eru fiskimið okkar í þessu ástandi???

Alveg er með ólíkindum að liðið í hafró skulu sofa þyrnirósarsvefni meðan auðlindinnni "okkar" blæðir út. Það skyldi þó ekki vera að hinir fáránlegu stóru loðnukvótar fyrri ára hafi átt einhvern þátt í afraksturs rýrnun fiskimiðanna. Hvernig getur mönnum dottið í  hug  að  með  því að taka fæðuna frá þorskinum komi hann til með að þrífast á eðlilegan hátt. Gæti það verið að hvarf rækjunnar sé vegna hungurs þorsks sem liggur í henni þegar ekkert annað er að hafa. Gæti verið að hin stórvirku veiðarfæri kvótamafíunnar séu hluti af skýringunni, eða gegndarlaus nauðgun á hafsbotninum þar sem engu er eirt og allt sléttað. Þar fara mikilvægar uppeldisstöðvar forgörðum og skjól fyrir ungviðið.  Vegna lítils fæðuframboðs leitar fiskur á grunnslóð og etur allt sem fyrir er þarna kemur skýring á góðum aflabrögðum línubáta. Núna hefur útgerðarmafían keypt mikið af minni skipum til að komast nær landi að 3mílum nú á að ráðast til atlögum að því sem eftir er, þvílík snilld. Á meðan á þessu gengur tala vinstri grænir um kynlífshöft á opinbera starfsmenn og smafylkingarliðið vil breyta ráðherra nafni í ráðblabla. Hvernig er hægt að bera virðignu fyrir þessu liði, þetta er algjör veruleikafyrring.


Er Samfylkingin alvöru flokkur?

Ef einhver töggur er í samfylkingunni á hún að láta brjóta á kvótamálinu einhverjum versta gjörning pólitíkusa á 20.öldinni. Mig grunar að samfylkingin hafi aldrei meint neitt með þessum svokölluðu stefnumálum sínum, allt falt fyrir völdin. Enda vakti það ekki miklar vonir um breytingar þegar Ingibjörg gekk í björg útgerðarmafíunnar og lýsti því yfir að þetta kerfi væri komið til að vera. Hún var tilbúin að fórna landsbyggðinni fyrir valdametnað sinn. Sagan mun dæma fólk sem stóð að þessari eignaupptöku og samfylkingin ber ábyrgð ásamt sjálfstæðis-og framsóknarflokki.

Hvenær ætlar Samfylkingin að rífa sig upp af rassinum??

Hvenær ætla Samfylkingamenn að gera sig gildandi í þessu stjórnarsamstarfi ekkert hefur breyst sömu viðhorfin til eftirlaunaþega, öryrkja og láglaunafólks. Við gætum eins verið með framsóknarhækjuna í stjórn þetta gerist þegar völd og metnaðargirni verður málefnunum yfirsterkari. Veruleikafirrt fólk bullar um heiti á ráðherrum eða kynhvöt opinbera starfsmanna meðan Róm brennur. Ég vil að almenningur taki vel eftir þessu liði og muni framgöngu þeirra í næstu kosningum. Þessum bullukollum má ekki takast að framlengja þingmannferli sínum. Sem sagt fækkum bulluskjóðum á alþingi og fjölgum fólki með hugsjónir almenningi til heilla.

Er Samfylkingingin orðin varðhundur kvótakerfisins..

Ég held að kjósendur samfylkingar ættu alvarlega að velta fyrir sér sjávarútvegsstefnu flokksinns. Hver er þessi stefna(ef einhver er)  eru þeir taglhnýtingar sjálfstæðisflokksinns. Það er með ólíkindum hvað þessi flokkur hefur komist upp með  að vera stefnulaus í þessu máli. Er hægt að treysta flokki sem hagar sér svona lofar öllu fögru fyrir kosningar en svíkur svo allt á altari valdanna. Össur þegar þú vaknar í nótt sem stjórnarandstæðingur segðu okkur skóflupakkinu hver stefnan virkilega er. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

aum er margrét

Höfundur

ragnar bergsson
ragnar bergsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • simmi
  • simmi
  • dóri
  • ...gunnl
  • sigmundur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband