Við viljum réttlæti og heiðarleika.

Ég held að flest fólk vilji að réttlæti og heiðarleiki eigi að einkenna það fólk sem velst til trúnaðarstarfa fyirir hönd þjóðarinnar. Við kjósendur getum velt því fyrir okkur hvort reyndin undanfarin ár hafi verið í samræmi við þær væntingar.Sala bankana,stuðningur við Iraksstríðið, umgengnin við aldraða og öryrkja, kvótaspillingin og væntanleg sala á Landsvirkjun ætti að fá fólk til að staldra við og hugs sinn gang. Ég ætla að vona á laugardag þegar fólk fer inn í kjörklefann og x-ar við bókstafinn að það muni hugtökin, réttlæti og heiðarleika og merki við þá sem best munu þjóna þeim.


Setjum sjávarútvegsmálin á dagskrá.

Nú er kominn tími til að setja sjávarútvegsmálin á dagskrá fyrir kosningar. Þetta mál skiftir okkur Íslendinga öllu máli við verðum að færa auðlindina aftur til þjóðarinnar. Við leysum þetta mál með því að koma Guðjóni Arnari í sjávarútvegsráðuneytið þar þarf aldeilis að lofta út. kæru landar vaknið og kjósið frjálslyndaflokkin eini flokkurinn sem getur að alvöru tekið á þessu máli.

Kvótakerfið og kompás.

Nú kemur fram í kompás að þúsundum tonna af bolfiski er kastað í sjóinn. Þetta eru engar fréttir fyrir mig, fyrir leiguliða getur þú illa aktað í þessu kerfi. Hundruðir manna eru hraktir í lögbrot út af þessu viðbjóðslega kerfi sem ráðið hefur lögum og lofum síðan 1984. Það liggur við að það ætti að draga þá menn fyrir dómstóla sem bera ábyrgð á þessum óskapnaði. Heilu byggðarlögin eru í sárum og útgerðarfurstarnir maka krókinn en hinir réttu eigendur auðlindarinnar fá ekkert fyrir afnotin á eign sinni. Nú er tækifærið í kosningunum á laugardaginn að refsa þeim flokkum, sem hafa stutt þetta kerfi. Þessir flokkar vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar og eiga ekki skilið að fá meirihluta til alþingis.

Guðjón Arnar maður alþýðunar!

Ég hvet fólk til að hlusta á viðtöl Guðjóns Arnar við Egil Helgason og Kastljós fréttamennn. Þetta var frábær frammistaða hjá kallinum í brúnni. Það er eitt sem við getum haft á hreinu með þennan sómamann , hann meinar það sem hann segir. Það er gríðarlega mikilvægt að tryggja frjálslyndum góða kosningu nú í mai. Ég hvet fólk enn og aftur að hlusta á þessi viðtöl og ég er þess fullviss að allt velmeinandi fólk finnur samhljóm með Guðjóni.

Hvað gerist þegar að Davíð lækkar vextina?

Ég hef velt þessu mjög fyrir mér undanfarið. Það er eitt sem er alveg á hreinu hann ætlaði sér aldrei að hreyfia ekki við þeim fyir kosningar. Þetta er klemma ef vextirnir lækka brestur á flótti úr krónunni og hún gæti snarlækkað einnig myndu jöklabréf verða innleyst með hraði. 'I kjölfarið gætu hlutabréf lækkað verulega. Afleiðing væri verðbólguskot, sem næsta ríkisstjórn þarf að eiga við, einnig mynda þetta setja veruleg strik í kjarmálin kannski uppsögn samninga. Þannig það er vandrataður meðalvegurinn og boginn er strekktur til hinns ýtrasta.

Guðjón Ólafur talar um dylgjur.

Er ekki að kasta steinum úr glerhúsi þegar Guðjón talar um dylgjur eins og hann lét á síðustu dögum fyrir þinglok.

Hvers vegna Einar K Guðfinnsson???

Sá þetta á heimasíðu Eygló Harðar "Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra ákvað á síðustu dögum ráðherratíðar sinnar að afnema 10% álag á gámafisk.  Í álaginu felst að botnfiskafli sem fluttur er út óunninn og ekki vigtaður hér á landi, er reiknaður með 10% álagi til aflamarks". Þetta fyrst mér mjög skrítið svo ekki sé meira sagt þessir gámaflutningar hafa stundum verið umdeildir vegna þess að fiskmarkaðarnair hafa ekki tækifæri til að bjóða í þennan fisk. Einnig hefur verið deilt um vigtun á þessum gámum.

Kvótakerfið og Jón Kristjánsson fiskifræðingur.

Ég hvet fólk til að kynna sér málflutning Jóns Kristjánssonar fiskifræðings um fiskveiðar við Íslandsstrendur. Ég hef sjaldan kynnst eins tærum og heilstæðum málflutningi sérfræðings á þessu sviði. Það ætti að sannfæra alla sem sannan áhuga hafa á þessum málum að kvótakerfið er vís leið til glötunar.

Hræsni!!!!!!

Er það ekki hræsni þegar ráðamenn sem kalla annað fólk rasista lætur það viðgangast, að erlendu starfsfólki er pakkað inn í iðnaðarhúsnæði algerlega kolólöglega og gera ekkert í málinu. Þetta á einnig við forsvarsmenn viðkomandi sveitarfélaga. Ég segi sveiattann.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

aum er margrét

Höfundur

ragnar bergsson
ragnar bergsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • simmi
  • simmi
  • dóri
  • ...gunnl
  • sigmundur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband