Rangfærslur Sæunnar Stefánsdóttur:

Enn halda framsóknarmenn  uppi ófræingarherferðinni gegn frjálslyndum. Núna rís úr spillingarbælinu Sæunn nokkur Stefánsdóttir og lætur óhróðurinn dynja yfir þingflokk frjálslynda á þingi. Þarna er öllu snúið á hvolf og ætla ég ekki áð éta eftir henni þvæluna. Ekki veit ég hvað þessu liði gengur til en líklega er hræðsla í Framsóknarflokknum við að þeir glati sinni stöðu að geta gerst hækja til hægri eða vinstri. Ég segi þetta er tilgangslaust fyrir framsókn þeir hafa löngu glatað trausti almennings.


Eygló kemur þú ekki líka??

Ég hef heyrt málflutning Eyglóar Harðardóttur og líkað vel, þess vegna vilja ég eindregið hvetja hana, til að ganga til liðs við Frjálslyndaflokkinn burt úr framsóknar spillingabælinu.  Þannig myndi hún fylgja í fótspor Kristinns  sem ég vil óska til hamingju sínu góðu ákvörðun. Þetta mun styrkja frjálslynda og verða öðrum mikil hvatning.  

Ingvi Hrafn og Frjálslyndir.

Yngvi Hrafn virðist ekki hafa verið búinn að fá sér kaffi í morgun þegar hann las viðtalsgrein Agnesar Bragadóttur við Guðjón Arnar formann frjálslyndra. Kraumar fúllyndið í kalli og talar um að Guðjón sé úti að aka í innflytjendamálunum. Einnig talar hann um klofningsflokk þótt staðreynd sé, að fáir hafi hlaupist undan merkjum. Annars tek ég þessari sendingu Ingva ekki alvarlega hanns málflutningur hefur lengi litast af hanns einkahagsmunum. 

Er kvótamálið umhverfismál?

Það má færa rök fyrir því að kvótamálið sé í aðra röndina umhverfismál fyrir utan að vera réttlætismál að breyta því. Þróunin undanfarin ár hefur legið í því að stórútgerðar furstarnir hafa í auknum mæli fjárfest í risa togskipum. Þessi togskip erum með gríðarstórar vélar sem spúa mengandi lofttegundum í andrúmsloft okkar.  Einnig hafa veiðarfærin sem þessi skip draga stækkað gríðarlega með tilheyrandi eyðileggingarmætti fyrir sjávarbotnin. Ef umhverfisverndarsinnar meina eitthvað með sinni baráttu eiga þeir að styðja þá sem vilja afnema eða breyta þessu kerfi. Mér finnst að VG og Samfylking þurfi að skíra sína stefnu í þessum málum. Við vitm öll hvar framsóknarmennn og Sjálfstæðismenn standa. Ég geri þá kröfu að VG og Samfylking komi hreint fram í þessu máli og skíri stefnu sína.

Eru VG og Samfylking stjórntækir?

Það er alveg á hreinu að ef frjálslyndir, eiga að styðja stjórn með Samfylkingu og VG þá verða þeir að skíra stefnu sína í sjávarútvegsmálum. Hvernig að þessir flokkar ætli að taka á gjafakvótakerfinu einum mesta þjófnaði íslandssögunnar. Ég hef lítið heyrt þessi flokka minnast á þennan málaflokk, sem í aðra röndina er mikið umhverfismál. Stefna frjálslyndra er að vinda ofan af kvótanum og gera minna mengandi strandveiðiflotanum hærra undir höfði. Einnig væri þetta gott mál fyrir jaðarbyggðir þar sem efnahagur fólks hefur undanfarin ár verið lagður rúst. Þannig myndi einnig minnka þrýstingur stóriðjusinna til að fjölga álverum með tilheyrandi mengun. Þannig að ef þessi mál eru hugleidd í samhengi er á kristaltæru kvómálið er umhverfismál.

Vinstri Grænir og kvótakerfið?????

Hvar eru Vinstri Grænir í umræðunni um kvótakerfið? Hvar er umhverfisstefnan á fiskimiðum Íslands.? Vita Vinstri Grænir að stór hluti koltvíildismengunar Íslandinga kemur frá togveiðiflota stórútgerðarmanna. Hvers vegna standa Vinstri Grænir ekki gegn kvótakerfinu þó ekki væri nema vegna umhverfisáhrifa. Þetta er algert stílbrot ég krefst þess að Vinstri Grænir tali skírt um þessi mál. Það er staðreynd kvótakerfið er að hlut til umhverfismál. Við eigum að draga úr togveiðum eins og hægt er og láta strandveiðflotann (kyrrstöðuveiðarfæri) njóta vafans (láta náttúruna njóta vafans). Það er vitað mál að togveiðarfæri valda avarlegum skemmdum á hafsbotninum fyrir utan eldsneytiseyðsluna. Vinstri Grænir hafsbotnin er líka okkar umhverfi: 

Upphrópunarþingmenn.(pólitíkusar)

Til er sú tegund stjórnmálamanna og áhugamanna um pólitík, sem má nefna upphrópunarmenn. Þar eð þetta fólk talar (skrifar) í upphrópunum eða slagorðum. Þetta fólk hefur það yfirleitt sameiginlegt, að það forðast alla málefnaumræðu en þyrlar í kringum sig orðskreyttum langlokum. Orðum eins og rasismi, kvennaandúð, jafnvel tæpt á heilsu fólks og fleira í þeim dúr. Ég enn og aftur vara fólk við, að taka fólk alvarlega sem talar svona, hvað þá heldur að kjósa það til ábyrgðarstarfa. Blogg hérna á síðunni eftir Einar K  Guðfinnsson olli mér miklum vonbrigðum þar mynnist hann aðeins á meint vandamál frjálslyndra og samfylkingarinnar. Ekki mynnist hann einu orði á kvótakerfið kerfi sem hann ber alla ábyrgð á í dag. Þetta ætti að gefa hann næg tækifæri til að blogga hér á mbl heilu næturnar enda hefur þetta kerfið haft hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa þessa lands. Þess vegna finnst mér mjög miður að Einar skuli ekki nýta tímann sinn betur. Vonandi les hann þetta og ég trúi því að" batnandi manni sé best að lifa".


Reynt að sundra kaffibandalaginu?

Greinilegt er að hver stjórnarsinninn á fætur öðrum reynir að sundra kaffibandalaginu. Þar eru VG og Samfylkingarforingjar spurðir ítrekað, hvort þeir ætli að starfa með meintum rasistum(frjálslyndum). Þetta er náttúrulega rakalaus þvættingur en allt er reynt og nú er mikið í húfi. Núna kemur í ljós hve sterk beinin eru í VG og Samfylkingu, ætla þeir virkilega að láta þessa gæja reka sig á flótta. Hvað blasir þá við, annar stjórnarflokkurinn verður þá pottþétt í stjórn landsins. Þetta er hinn blákaldi raunveruleiki tilgangurinn helgar meðalið. Ég hvet VG- og Samfylkingarfólk að standast þessa árás annars náum við engum árangri  í vor. Ég hvet stuðningsfólk VG og Samfylkingar að kynns sér stefnuskrá frjálslyndra í innflytjendamálum sjálf, ekki láta framsóknarmenn túlka það fyrir sig.

Framsóknarmenn málefnin¨!!!!

Ég geri þær kröfur til framsóknarmanna að þeir ræði málefnin en hætti áróðri og illmælgi um aðra flokka. Þeir geta ekki breytt yfir gjörðir sínar með því að benda á aðra. Þeir þurfa að gera upp sín mál og biðja þjóðina afsökunar. Þeir þurfa að skýra stefnu sína í einkavæðingunni, öldrunarmálum, skattamálum og fleiri málum. Mér þykir mjög undarlegt þegar margir flokksmenn telja sínum tíma best varið til að níða aðra flokka. Þetta er ekki trúverðugt, ég hvet framsóknarmenn til að snúa við blaðinu því batnandi mönnum er best að lifa. 

Frjálslyndir öxull breytinga?

Greinilegt er að framsóknarmenn leggja nú alla áherslu á að ófrægja frjálslyndaflokkin eins og þeir geta. Þeir vita sem er, að ef fylgi frjálslyndra helst óbreytt, er hægt að mynda stjórn án þátttöku framsóknar. Þetta gæti verið banabiti framsóknar sem átt hefur líf sitt undanfarin ár, sem hækja sjálfstæðisflokksins. Þetta skýrir líka hvað Morgunblaðið (Blaðið) hefur miklar áhyggjur af framtíð Margrétar Sverrisdóttur. Horfa verður á þetta allt í samhengi og fólk verður að gera sér grein fyrir því sem er að gerast. Mín ályktun er sú að ef fólk vill alvöru breytingar á það að fylkja sér að baki frjálslyndum í næstu kosningum annars er hætta á því að við lendum í framsóknargíslingunni einu sinni enn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

aum er margrét

Höfundur

ragnar bergsson
ragnar bergsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • simmi
  • simmi
  • dóri
  • ...gunnl
  • sigmundur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband