Evrópusambandsþráhyggja Samfylkingarinnar!

Það er með ólíkindum hvernig þráhyggja Samfylkingarinnar um inngöngu í Evrópusambandið virðist ætla að ganga langt. Það er svo komið, að þessum flokki er ekki treyst af stórum hluta landsmanna vegna þjónkunar við erlend nýlenduveldi. Það er allt étið upp sem þaðan kemur sem heilagur sannleikur og veruleiki þó andstætt sé hagsmunum þjóðar vorar. Þetta jaðrar við föðurlandssvik enda er draumur þeirra að komast í fang nýlenduveldana. Þeim mun ekki takast það Íslendingar eru sterkari en svo að þeir láti draga sig í þetta yfirþjóðlega heimsveldi.

 


Hættið að versla í Bónus!!

Eins og komið hefur fram undanfarna daga er það orðið dagljóst að bónusveldið er orðinn einn mesti dragbítur á eðlilega samkeppni á matvörumarkaði. Ég hvet fólk til að beina viðskiftum sínum annað ef hægt er þetta fyrirtæki hefur breyst í andhverfu sína.

kominn tími til

Það var skelfilegt ástand þarna á tjaldsvæðinu í sumar þessi fáu klósett voru stífluð og rafmagnið útslegið þannig tóku Ísfirðingar á móti ferðamönnum í sumar.


mbl.is Tjaldsvæði Ísfirðinga stækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn róið í sömu knérum!!

Kosið var í bankaráð seðlabánkanns í dag og hvað haldið þið, í stað þess að velja fagfólk voru flokksdindlar valdir algerlega abyrgðarlaust lið. Nýja Ísland hvað allt er að falla í sama gamla fjórflokka farið. Þetta fólk við Austurvöll virðist aldrei ætla að læra að vinna sín störf að heilindum í þágu þjóðarinnar svei ykkur.
mbl.is Kaffisamsæti flokksgæðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kvótaræningjar enn í áróðri.

Enn dynur á okkur áróður kvótaræningjana hvað skyldi þetta lið fá borgð frá LÍÚ til að hald þessari þvælu gangandi.
mbl.is Segja fyrningu aðför að 32 þúsund fjölskyldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótinn er krabbamein í Íslensku samfélagi.

Kvótakerfi stórútgerðarmanna hefur valdið siðferðishruni í Íslensku samfélagi. Ásamt því að leggja byggðir víðu um landið í rúst. Þetta kerfi hafa fjárglæframenn nýtt sér til að stela peningum úr sjávarútveginum með hjálp vafasamra bankaeigenda. Nú er svo komið að þessi höfuðatvinnugrein okkar skuldar á 5. hundrað milljarða þetta er allur árangurinn af oft nefndu besta kerfi í heimi. Ég fullyrði það, að kvótakerfið er upphaf efnahagshrun Íslands. Þeir sem stóðu að þessu kerfi eiga heima á bak við lás og slá.

Frelsi einstaklingsins eða hvað?

Það má eiginlega segja það að frasinn frelsi einstaklingsins hafi verið einn af hornsteinum hinnar gömlu sjálfstæðisstefnu. Þetta var þegar við, fyrrverandi sjálfstæðismenn gengu stoltir til kosninga fullvissir um okkar gegnheila flokk. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Óprúttnir aðilar hafa komist til áhrifa og virðist markimið þeirra einfalt völd og aftur völd hvað sem það kostar. Búið er að rústa flokknum, fyrrverandi kjósendur ráfa um eins og póstdúfur sem misst hafa áttarskynið. Ég er þess fullviss, að þetta siðferðishrun hafi byrjað með kvótakerfinu þar sem spillingin grasseraði. Þetta bannsetta kerfi er nú búið að leiða yfir okkur efnahgshrun til viðbótar fyrrnefndu siðferðishruni. 

Strandveiðar frjálsar?

Þegar maður les betur tillögur Steingríms Sigfússonar um frjálsar handfæraveiðar fer að renna á mann tvær grímur. Einhver svæðaskipting á að vera ofl. sem orkað gæti tvímælis. Steingrímur allir landsmenn eiga að vera jafn réttháir fyrir lögum(með tilskilinn réttindi) og hafa jafnan rétt á að sækja sjó með sínar handfærarúllur. Mér sýnist að það sé bara einum flokk treystandi í þessu stóra máli það er Frjálslyndiflokkurinn.

Bakkabræður án gríns!

Það er rétt hjá Sullenberger það sem Bakkabræður eru að reyna með Exista er rán um hábjartan dag.  Fyrirtæki sem metið var á hundruðir milljarða fyrir nokkrum mánuðum er metið af þessum þrjótum á rúman milljarð. Það hljóta allir að sjá að þetta er hreinn þjófnaður. Þúsundir Íslendinga fjárfestu í þessum pappírum sem þessir kónar meta á smáaura. Verði þetta selt þarf að tryggja að þessir Bakkabræður fái ekki eina flís.

Kvótakerfið upphaf hrunsins?

Færa má rök fyrir því að kvótakerfið sé frumorsök fyrir gjaldþroti okkar ástkæru fósturjarðar. Þetta hefur spillt stjórnmálamönnum sérstaklega sjálfstæðis- og framsóknarmönnum. Þarna hefur myndast mikill þrýstingur á alþingismenn að ákvarða mál eftir hagsmunasamtökum útgerðarmanna sem færð voru auðæfi þjóðarinnar á silfurfati. Ekki bætti úr skák þegar leyft var að veðsetja óveiddan fiskinn í sjónum þannig gátu útgerðarmenn braskað með veiðiheimildirnar selt hverjum öðrum og spennt upp verðið til að auka veðhæfni sína. Síðan voru slegin lán út á fiskinn sem þeir áttu ekkert í og fjárfest í einhverri vitleysunni. Er þetta ekki farið að líkjast útrásarvíkingunum sem hentu bréfum á milli sín til að ljúga peninga úr saklausu fólki. spenna upp hlutabréf og fleira í þeim dúr.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

aum er margrét

Höfundur

ragnar bergsson
ragnar bergsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • simmi
  • simmi
  • dóri
  • ...gunnl
  • sigmundur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband