4.1.2009 | 12:43
Hestar og flugeldar eiga ekki saman.
Ég held því miður að hestamenn verða að bíta í það súra epli að reiðtúrar á tímabilinu í kringum áramótin geti verið áhættusöm iðja. Bann við skoteldum fyrir utan gamlársdag og þettándan er ekki framfylgt því miður. Þannig að annaðhvort verða hestamenn að láta sér nægja að klappa hestum sínum eða að stórherða þarf eftirlit með þeim skotglöðu.
Hesturinn fældist við flugeld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
aum er margrét
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lestu alla greinina næst :)
"Í reglugerð um skotelda segir að almenn notkun skotelda sé leyfð, 28. desember til 6. janúar. Meðferð þeirra er þó alltaf bönnuð frá miðnætti til klukkan 9, að undanskilinni nýársnótt."
Geiri (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:01
Takk fyrir leiðréttist hér með:::
ragnar bergsson, 4.1.2009 kl. 13:11
Það ætti þó að takmarka þetta við 31. des því það eru ekki bara hestar sem að þjást vegna þessa. Ungbörn, gæludýr og önnur dýr þola illa svona óvænta skothvelli og ljósadýrð.
Það er með öllu óþolandi að fá ekki að hvílast í friði síðustu og fyrstu daga ársins.
linda (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:05
Sammála um að það þarf að gæta vel að dýrum á þessum tíma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2009 kl. 14:54
Það er ótrúlegt hvað meinsemin getur verið rík í fólki, eins og t.d. lindu sem skrifar athugasemd hér fyrir ofan. Að geta ekki unnt fólki þess að nýta sér heimild til að sprengja fírverkið sitt á löglegum tíma kringum áramótin ...af því að hún þarf að hvíla sig (sennilega sofa úr sér timburmenn eftir langvarandi jólafyllerí). Í fjölbýlishúsinu þar sem ég bý var mikið gleðipartí á gamlárskvöld með tilheyrandi skoteldanotkun og öðru hávaðadóti fyrir utan tónlistina sem dunaði alla nóttina. Partíið stóð framundir morgun (t.d. ca. kl. 6) án nokkurra athugasemda frá öðrum íbúum hússins enda sjálfsagt að njóta lífsins um áramótin og umbera aðra sem það vilja gera. Á bilinu kl. 10 - 11 á nýársmorgun fórum við guttinn minn sem er 12 ára ásamt vini hans út í garð til að skjóta upp nokkrum flugeldum og sprengja froska og alls konar litlar sprengjukúlur og kínverja til að fagna nýja árinu. Þá brá svo við að partíhaldarinn frá kvöldinu áður kom út á svalir og gargaði á okkur hvort við vissum ekki hvað klukkan væri. Jú, við vissum það en þá galaði timbraði partímaðurinn að það væri helvíti hart að fá ekki að sofa í friði á krisitlegum tíma fyrir helvítis sprengjufíkninni í okkur! Mér fannst þessi athugasemd hans frábær ...og við héldum bara áfram sprengingum alveg fram að hádegi en vorum þá búnir með allt sprengiefni ...því miður!
corvus corax, 4.1.2009 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.